12 April 2010

dottin í tölvuna

Já ég hef nú ekkert skrifað inn á þetta blogg svo vikum skiptir. Það mætti halda að ég væri ekki að gera neitt af viti en svo er nú víst ekki. Ég hef alveg nóg á minni könnu og meira að segja of mikið fyrir minn smekk.

Það er vinnan, sem mér finnst ég alltaf geta sinnt betur, verið betur undirbúin, tekið betur til í stofunni, fundið fleiri verkefni sem gott væri að prófa og svo framvegis.

Það eru blessuð börnin, loksins (sjöníuþrettán) er L orðin frísk. Hún blómstrar alveg, fór út í dag með systkinum sínum og sagði þegar hún kom inn: mamma, gaman úti! Ég skrapp inn á leikskólann í dag og fékk að vita að hún má byrja 25. ágúst í aðlögun á Dvergasteini. Mér líst auðvitað vel á það en þarf að brúa 10 daga bil, því ég geri ráð fyrir að byrja að vinna um 15. Sem betur fer eigum við 2 stk ömmur sem vilja gjarnan passa þannig að þetta reddast. J hugsar ekki um annað en fótbolta, hvernig er hægt að hugsa svona mikið um áhugamálið sitt, það kemst bara ekkert annað að (ég skil ekki......) G er svo dugleg að passa L og samviskusöm. Hún teiknar og teiknar þegar hún á lausa stund, allt ótrúlega flott hjá henni.

Það er hin vinnan, sem ég er alltaf með yfir hausnum á mér. Nú veit ég hvernig ég væri ef ég væri í námi með vinnu, með stanslaust samviskubit. En þetta gengur nú ágætlega hjá mér, það er samt kominn miður apríl og allt á að vera tilbúið í maí, úpps....

Svo er það London ferðin sem nálgast óðfluga. Nú er ég orðin nokkuð spennt, G er alltaf að spyrja mig hvort ég sé ekki orðin spennt, hann er löngu búinn að plana alla dagana, allt gert fyrir mig að sjálfsögðu þessi elska. Garnbúðir, litlar sætar götur, grænmetisveitingastaðir, lífrænar búðir, markaðir......... kannski ég komi með honum í svo sem eina plötubúð, bara til að vera næs.

Svo er það áhugamálið, prjónið er alltaf það skemmtilegasta sem ég geri. Finnst ég alltaf þurfa að grípa í það annað slagið eða réttara sagt á milli húsverka. Finnst mjög gott að taka nokkrar umferðir áður en ég brýt saman þvottinn. Þegar ég er búin með hælinn set ég í vél. Þarf ekki L örugglega eina vettlinga í viðbót?? Ég held að þetta sé fíkn, annars hef ég líka aðra fíkn og það er súkkulaði. En ég er búin að segja við sjálfa mig, alltaf þegar mig langar í súkkulaði þá prjóna ég frekar eina umferð. Ég er að vona að þetta dugi...... hmmmmm.....

gott í bili

4 comments:

  1. Vá það er ýmist í ökkla eða eyra hjá þér á blogginu. Skemmtileg færsla og 7-9-13 með L

    ReplyDelete
  2. Hihi - skemmtileg lesning - alltaf gaman að lesa svona laaaangar færslur :). Mér finnst þú alltaf svo dugleg.
    Hin vinnan - hmmm - nú varð ég forvitin!

    Knús í hús.

    ReplyDelete
  3. já það kemur í ljós á haustdögum, þá fá allir landsmenn að vita um hina vinnuna mína...... spennandi....

    ReplyDelete
  4. úúúhhh jahá spennandi :)
    vona samt að við séum ekki að fara að gefa út sitthvora "eins" bókina í haust ;)

    ReplyDelete