18 January 2009

Hætt á fésinu

Já ég er hætt í facebook, fékk nóg af persónulegum upplýsingum frá hinum og þessum og langaði bara ekki að vera með í þessu lengur. Gunnar horfði á mig, ertu í alvörunni hætt. já ég er hætt!!
Þetta er bara tímaþjófur hjá mér og orðinn ávani á hverjum degi að þurfa að fara inn og hvað, já og hvað: fylgjast með þvi hvað fólk er að gera alla daga?? Nei nú er komið nóg, frekar eyði ég tímanum með Lilju minni eða hinum börnunum eða bara með sjálfri mér í einhverju skapandi.

Fyrsta heimasaumaða taubleian


15 January 2009

Flottust á bleiunni

Þarna er hún Lilja Katrín á bleiunni og teppinu sem Þura saumaði og gaf henni í jólagjöf. Hún er nú bara flott svona bleik og stelpuleg!!

13 January 2009

Svo falleg

Hún er svo dömuleg litla Lilja mín. Hún er orðin svo dugleg, er farin að grípa í dót og leika sér. Farin að hreyfa sig aðeins á gólfinu, var búin að færa sig heilmikið til á teppinu í dag, komin að leikslánni og farin að naga hana. Það er svo gaman að fylgjast með framförunum hjá henni.

09 January 2009

Bók fyrir mig

Mig langar í þessa bók, þetta er akkúrat það sem ég er að spá í núna.

06 January 2009

Góður dagur

Í dag fór ég með Lilju Katrínu út að labba til mömmu í Grafarholtið. Ég var 50 mínútur til hennar og ekki nema 40 mín heim enda allt niður í móti. Þetta var ótrúlega hressandi og gaman. Það var þoka í morgun og alveg logn, frábært veður. Þegar ég var komin heim aftur og búin að taka á móti krökkunum úr skólanum tók ég hornsófann og ryksugaði hann allan bak og fyrir. Ég tók sessurnar og púðana og barði það allt út á svölum eins og brjálæðingur. Það er allt annað að sjá sólfann núna. En ég er líka dauðþreytt eftir daginn, alveg uppgefin.

04 January 2009

Jólin út

Þá er jólaskrautið komið ofan í kassa og jólatréð út fyrir lóðarmörk. Það er mikil hreinsun í gangi þessa dagana. GM er á útopnu í sínu herbergi, búin að henda öllu bleiku út og komið hvítt í staðinn. Við fórum í Ikea í fyrradag og keyptum mottu, gardínur, lampa og fleira skraut í herbergið hennar. Allt hvítt að hennar ósk.

Mér finnst líka svo mikil hreinsun í því að henda út jólatrénu og pakka jólaskrautinu, þá getur maður einhvern vegin horft fram á veginn og byrjað á einhverju spennandi.

Við fórum í göngu/hjólatúr áðan, fyrst fór Gunnar með Lilju í vagninum og þegar hann kom inn þá fór ég út og Jóhann fór á hjólinu. Við fórum smá hring hér í hverfinu og næsta hverfi líka. Það er alveg frábært veður og mörg ljósmyndamótívin urðu á leið okkar en því miður engin myndavél með í för. Tek hana með næst.