06 October 2009

Kvöldmatur


Guðrún María eldaði kvöldmat í gærkvöldi. Innbakaðar pulsur í brauði og grænmeti með. Þetta var rosalega gott og frábært að þurfa ekki að elda. Hún fann þessa uppskrift í uppskriftabók barnanna sem við eigum og er margt mjög girnilegt í henni.
Namm namm....

01 October 2009

Búin að uppgötva poppið!!


Henni Lilju Katrínu fannst poppið æði! Pabbi hennar gaf henni að smakka um daginn og þá er ekki aftur snúið. Hún er líka búin að fatta hvað saltstangir eru góðar og þegar pabbi hennar stalst í saltstangir í hádegismatnum þá vildi hún ekki meira grænmeti, nei bara saltstangir.

Hún er að verða 1 árs eftir viku litla barnið mitt sem fæddist í gær! Hún stendur upp við allt, gengur með og segir tíu þegar maður spyr hana hvað hún sé með margar tásur.