16 August 2009

Hjólaferð


Lilja Katrín að prófa stólinn í fyrsta skipti og með nýja hjálminn sinn sem hún reyndi stanslaust að taka af sér. Við hjóluðum meðfram ströndinni og týndum ber líka. Guðrún María og Gunnar voru með í för.


Eins og sést þá fannst henni mjög gaman í hjólaferðinni!!

01 August 2009

26 kílómetrar í dag





Ég hjólaði með JÁ og GM í dag úr Grafarvogi í Nauthólsvík og þaðan í grasagarðinn í Laugardal og svo aftur heim. Þetta voru samtals 26 km og voru krakkarnir algjörar hetjur. Þau kvörtuðu aldrei og vildu sko ekki taka strætó úr Laugardalnum eins og ég bauð þeim, neihei þau vildu sko hjóla heim.
Þetta var frábært, gott veður og skemmtilegur félagsskapur.





Gunnar og LK komu á bílnum og voru með okkur fyrst í Nauthólsvík, þar sem var of mikið rok og of kalt fannst okkur. Síðan hjóluðum við í Laugardalinn og hittum þau þar. Þar fundum við frábært skjól og settumst niður með teppi og nesti. LK lék á alls oddi í grasinu og fannst mjög gaman.





Svo var auðvitað nauðsynlegt að teygja á eftir allar hjólreiðarnar, þarna er GM að sýna mömmu sinni hvernig best er að teygja á.





Frábær dagur!!