25 February 2009

Göngutúr í Grafarvogi


Stundum man ég eftir að taka myndavélina með mér og það eru svo ótrúlega mörg myndefni á leiðinni þegar ég er úti að labba með LK. Samt er ég nú bara hérna í Víkurhverfinu og Engjahverfinu.

05 February 2009

sól sól

Já loksins skín hún sólin, þó að það sé 9 stiga frost úti þá virðist vera hlýrra á svölunum í sólinni. Eða ég vona það alla vegana. Mér finnst alltaf hálf skrýtið að setja börn út í vagn í frosti en hún sefur bara svo miklu betur úti. Inni sefur hún í ca 1/2 tíma í einu svona 3-4 sinnum yfir daginn en ef hún er sett út í vagninn þá sefur hún um 2 tíma í einu. Hún er búin að vera svo óróleg og frekar vælin núna undanfarna daga og nætur. Ég er að reyna að venja hana af því að drekka á tveggja tíma fresti á nóttunni og gekk það ágætlega í nótt. Hún vaknaði um miðnættið og svo aftur um 3 og svo aftur um 6. Það er skárra en það var.

Ég fór á námskeið í gærkvöldi með Dóru í Heilsuhúsinu hjá henni Ebbu Guðnýju um mat fyrir börn. Þetta var mjög skemmtileg kvöldstund og fengum við margt mjög gott að smakka. Ég keypti bókina hennar og er rétt að byrja að fletta henni. Hún lofar góðu.