22 November 2009

Endurunninn kjóll




Hér er kjóllinn sem ég gerði á Lilju Katrínu úr þessum bol sem ég átti. Útkoman er frábær að mínu mati, hann passar fullkomlega og endurvinnslufílingurinn er fullkominn.


06 October 2009

Kvöldmatur


Guðrún María eldaði kvöldmat í gærkvöldi. Innbakaðar pulsur í brauði og grænmeti með. Þetta var rosalega gott og frábært að þurfa ekki að elda. Hún fann þessa uppskrift í uppskriftabók barnanna sem við eigum og er margt mjög girnilegt í henni.
Namm namm....

01 October 2009

Búin að uppgötva poppið!!


Henni Lilju Katrínu fannst poppið æði! Pabbi hennar gaf henni að smakka um daginn og þá er ekki aftur snúið. Hún er líka búin að fatta hvað saltstangir eru góðar og þegar pabbi hennar stalst í saltstangir í hádegismatnum þá vildi hún ekki meira grænmeti, nei bara saltstangir.

Hún er að verða 1 árs eftir viku litla barnið mitt sem fæddist í gær! Hún stendur upp við allt, gengur með og segir tíu þegar maður spyr hana hvað hún sé með margar tásur.


16 August 2009

Hjólaferð


Lilja Katrín að prófa stólinn í fyrsta skipti og með nýja hjálminn sinn sem hún reyndi stanslaust að taka af sér. Við hjóluðum meðfram ströndinni og týndum ber líka. Guðrún María og Gunnar voru með í för.


Eins og sést þá fannst henni mjög gaman í hjólaferðinni!!

01 August 2009

26 kílómetrar í dag





Ég hjólaði með JÁ og GM í dag úr Grafarvogi í Nauthólsvík og þaðan í grasagarðinn í Laugardal og svo aftur heim. Þetta voru samtals 26 km og voru krakkarnir algjörar hetjur. Þau kvörtuðu aldrei og vildu sko ekki taka strætó úr Laugardalnum eins og ég bauð þeim, neihei þau vildu sko hjóla heim.
Þetta var frábært, gott veður og skemmtilegur félagsskapur.





Gunnar og LK komu á bílnum og voru með okkur fyrst í Nauthólsvík, þar sem var of mikið rok og of kalt fannst okkur. Síðan hjóluðum við í Laugardalinn og hittum þau þar. Þar fundum við frábært skjól og settumst niður með teppi og nesti. LK lék á alls oddi í grasinu og fannst mjög gaman.





Svo var auðvitað nauðsynlegt að teygja á eftir allar hjólreiðarnar, þarna er GM að sýna mömmu sinni hvernig best er að teygja á.





Frábær dagur!!

07 June 2009

Fleiri myndir

LK glöð að klappa, við vinnum hörðum höndum að kenna henni að sýna hvað hún er stór en hún skilur það ekki ennþá. En hún klappar ef maður segir L klappa!

JÁ tannlaus! Loksins fór framtönnin sem var búin að vera laus alveg ótrúlega lengi. Nokkrum dögum áður fór tönnin í neðri góm.


Á sólríkum degi á svölunum!!

Krakkarnir







Var að prófa nýju linsuna sem Gunnar keypti í London. 50 mm föst linsa og ég er bara nokkuð ánægð með hana. Þarf samt að æfa mig betur, var eiginlega bara með stillt á auto, sem er víst bannað!!



26 May 2009

Fókusrölt


Fór á Fókusrölt með Jóhönnu systur í kvöld og upplifði Reykjavík og Vesturbæinn á nýjan hátt. Ekki vissi ég að það væri svona flott í Vesturbænum. Þetta tré varð á vegi okkar í einum bakgarðinum og húsið á bak við er líka flott.
Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og nú langar mig bara að fara aftur, það er spurning um að skrá sig í þetta Fókus félag. Ég þarf nú kannski að æfa mig pínu meira, áður en ég fer í félagið, það virtust allir vera svo klárir þarna.
Annars eru allar græjur til á þessu heimili, þrífótur og linsur það er bara spurningin um að fara að æfa sig og nota græjurnar. Þetta var bara gaman í kvöld. Takk Jóhanna fyrir að bjóða mér með.

25 February 2009

Göngutúr í Grafarvogi


Stundum man ég eftir að taka myndavélina með mér og það eru svo ótrúlega mörg myndefni á leiðinni þegar ég er úti að labba með LK. Samt er ég nú bara hérna í Víkurhverfinu og Engjahverfinu.

05 February 2009

sól sól

Já loksins skín hún sólin, þó að það sé 9 stiga frost úti þá virðist vera hlýrra á svölunum í sólinni. Eða ég vona það alla vegana. Mér finnst alltaf hálf skrýtið að setja börn út í vagn í frosti en hún sefur bara svo miklu betur úti. Inni sefur hún í ca 1/2 tíma í einu svona 3-4 sinnum yfir daginn en ef hún er sett út í vagninn þá sefur hún um 2 tíma í einu. Hún er búin að vera svo óróleg og frekar vælin núna undanfarna daga og nætur. Ég er að reyna að venja hana af því að drekka á tveggja tíma fresti á nóttunni og gekk það ágætlega í nótt. Hún vaknaði um miðnættið og svo aftur um 3 og svo aftur um 6. Það er skárra en það var.

Ég fór á námskeið í gærkvöldi með Dóru í Heilsuhúsinu hjá henni Ebbu Guðnýju um mat fyrir börn. Þetta var mjög skemmtileg kvöldstund og fengum við margt mjög gott að smakka. Ég keypti bókina hennar og er rétt að byrja að fletta henni. Hún lofar góðu.

18 January 2009

Hætt á fésinu

Já ég er hætt í facebook, fékk nóg af persónulegum upplýsingum frá hinum og þessum og langaði bara ekki að vera með í þessu lengur. Gunnar horfði á mig, ertu í alvörunni hætt. já ég er hætt!!
Þetta er bara tímaþjófur hjá mér og orðinn ávani á hverjum degi að þurfa að fara inn og hvað, já og hvað: fylgjast með þvi hvað fólk er að gera alla daga?? Nei nú er komið nóg, frekar eyði ég tímanum með Lilju minni eða hinum börnunum eða bara með sjálfri mér í einhverju skapandi.

Fyrsta heimasaumaða taubleian


15 January 2009

Flottust á bleiunni

Þarna er hún Lilja Katrín á bleiunni og teppinu sem Þura saumaði og gaf henni í jólagjöf. Hún er nú bara flott svona bleik og stelpuleg!!

13 January 2009

Svo falleg

Hún er svo dömuleg litla Lilja mín. Hún er orðin svo dugleg, er farin að grípa í dót og leika sér. Farin að hreyfa sig aðeins á gólfinu, var búin að færa sig heilmikið til á teppinu í dag, komin að leikslánni og farin að naga hana. Það er svo gaman að fylgjast með framförunum hjá henni.

09 January 2009

Bók fyrir mig

Mig langar í þessa bók, þetta er akkúrat það sem ég er að spá í núna.

06 January 2009

Góður dagur

Í dag fór ég með Lilju Katrínu út að labba til mömmu í Grafarholtið. Ég var 50 mínútur til hennar og ekki nema 40 mín heim enda allt niður í móti. Þetta var ótrúlega hressandi og gaman. Það var þoka í morgun og alveg logn, frábært veður. Þegar ég var komin heim aftur og búin að taka á móti krökkunum úr skólanum tók ég hornsófann og ryksugaði hann allan bak og fyrir. Ég tók sessurnar og púðana og barði það allt út á svölum eins og brjálæðingur. Það er allt annað að sjá sólfann núna. En ég er líka dauðþreytt eftir daginn, alveg uppgefin.

04 January 2009

Jólin út

Þá er jólaskrautið komið ofan í kassa og jólatréð út fyrir lóðarmörk. Það er mikil hreinsun í gangi þessa dagana. GM er á útopnu í sínu herbergi, búin að henda öllu bleiku út og komið hvítt í staðinn. Við fórum í Ikea í fyrradag og keyptum mottu, gardínur, lampa og fleira skraut í herbergið hennar. Allt hvítt að hennar ósk.

Mér finnst líka svo mikil hreinsun í því að henda út jólatrénu og pakka jólaskrautinu, þá getur maður einhvern vegin horft fram á veginn og byrjað á einhverju spennandi.

Við fórum í göngu/hjólatúr áðan, fyrst fór Gunnar með Lilju í vagninum og þegar hann kom inn þá fór ég út og Jóhann fór á hjólinu. Við fórum smá hring hér í hverfinu og næsta hverfi líka. Það er alveg frábært veður og mörg ljósmyndamótívin urðu á leið okkar en því miður engin myndavél með í för. Tek hana með næst.