04 January 2009

Jólin út

Þá er jólaskrautið komið ofan í kassa og jólatréð út fyrir lóðarmörk. Það er mikil hreinsun í gangi þessa dagana. GM er á útopnu í sínu herbergi, búin að henda öllu bleiku út og komið hvítt í staðinn. Við fórum í Ikea í fyrradag og keyptum mottu, gardínur, lampa og fleira skraut í herbergið hennar. Allt hvítt að hennar ósk.

Mér finnst líka svo mikil hreinsun í því að henda út jólatrénu og pakka jólaskrautinu, þá getur maður einhvern vegin horft fram á veginn og byrjað á einhverju spennandi.

Við fórum í göngu/hjólatúr áðan, fyrst fór Gunnar með Lilju í vagninum og þegar hann kom inn þá fór ég út og Jóhann fór á hjólinu. Við fórum smá hring hér í hverfinu og næsta hverfi líka. Það er alveg frábært veður og mörg ljósmyndamótívin urðu á leið okkar en því miður engin myndavél með í för. Tek hana með næst.

No comments:

Post a Comment