Mig langar í þrenna skó. Ég fór í Smáralind í dag og sá nokkur pör sem mig langar mikið í. En keypti ekki neitt því ég ætla að athuga hvort London bjóði betra verð.
Þetta eru fyrstu skórnir sem mig langar í. Hlaupaskór sem maður svífur í, ég hef aldrei stigið í skó sem eru jafn mótaðir fyrir minn fót og þessir. Þeir eru fullkomnir, allt nema verðið sem er ansi mikið. En planið er sem sagt að fara að hlaupa og þá vil ég ekkert nema góða skó.

Þetta eru skór nr tvö sem mig langar í. Þetta eru leðurstrigaskór frá Ecco. Mér finnst þeir ógeðslega flottir en ég mátaði þá áðan og 39 er eiginlega of lítið og 40 er aðeins of stórt. Þannig að ég ætla aðeins að melta það.

Þetta eru svo þriðju skórnir sem mig langar í. Þeir eru líka frá Ecco. Ég sá þá bara á netinu en ekki í búðinni í Smáralind. Kannski eru þeir til í London hver veit.
En eftir þessa bæjarferð var það bara JÁ sem fékk skó.